Íslenska jólaskeiðin

Verslun Guðlaugs A. Magnússonar, Skólavörðustíg 10, var stofnuð árið 1924 og er því ein elsta skartgripaverslun landsins. Guðlaugur var gullsmiður að mennt en afkomendur hans lærðu listina af honum. Þar ber hæst jólaskeiðina svonefndu, sem hefur verið hönnuð og seld fyrir jólin í 71 ár.

Guðlaugur hóf að hanna jólaskeiðina árið 1946. Árið 1963 tók sonur hans, Magnús Guðlaugsson, við fyrirtækinu en hann var þá aðeins tvítugur að aldri. Guðlaugur var þá látinn. Magnús nam viðskipta-og verslunarstjórnun í London en lærði jólaskeiðahönnun af forverum sínum. Það sama gildir um núverandi eiganda, Hönnu Sigríði, en hún tók við fyrirtækinu árið 2004. Hanna er viðskiptafræðingur frá New York og lærði handbragðið af föður sínum, Magnúsi.