Skilmálar GAM

Verslun

Verslun okkar er staðsett á Skólavörðustíg 10, 101 Reykjavík
Opnunartímar

gam@gam.is

GAM áskilur sér rétt til að hætta við pantanir, t.d. vegna rangra verðupplýsinga eða að hætta að bjóða upp á vörutegundir fyrirvaralaust. 

Vöruskil

Uppfylli seld vara ekki væntingar viðskiptavina er þeim velkomið að hafa samband við GAM á netfangið gam@gam.is. Við bjóðum upp á inneignanótu eða vöruskipti. Skilafrestur er 14 dagar frá kaupum og þarf að sýna fram á kvittun við vöruskil. Einungis er hægt að skila vörum sem eru ónotaðar og/eða enn í óuppteknum upprunalegum umbúðum. Flutnings- og póstburðargjöld eru ekki endurgreidd.

Sé vara gölluð er viðskiptavinum boðin ný vara í staðinn og greiðum við allan sendingakostnað sem um ræðir eða endurgreiðum vöruna ef þess er krafist. Að öðru leiti vísast til laga um húsgöngu- og fjarsölusamninga nr.46/2000 og laga um neytendakaup.

Greiðsla

Hægt er að greiða fyrir vörur með kreditkorti og debetkorti í gegnum örugga greiðslusíðu Valitor. Öll verð eru birt með 24% VSK en sendingarkostnaður bætist við áður en greiðsla fer fram.

Sendingar

Allar pantanir innanlands eru sendar með Íslandspósti innan tveggja virka daga frá því að greiðsla berst.

Sendingarmöguleikar eru eftirfarandi:
  • Almennt bréf 
  • Næsta pósthús
  • Heimsending
  • Sækja í verslun


Hægt er að nálgast vöru næsta virka dag innan opnunartíma ef skráð var að sækja í búðina til okkar.

Ef pöntunin þín kemst inn um lúgu geturðu valið að láta senda hana sem almennt bréf. Þá getur þú hinsvegar ekki rakið staðsetningu sendingarinnar. Bréfið myndi þá berast í kringum hádegi 1 - 3 dögum eftir að sent er.

Sendingar sem fara beint á pósthús eða í heimkeyrslu eru skráðar sendingar, rekjanlegar og í ábyrgð hjá Póstinum
Við tökum ekki ábyrgð á þeim sendingum sem fara sem bréf eftir að þær fara frá okkur.

Eftir að pöntun berst á pósthús má gera ráð fyrir 1 - 4 virkum dögum til þess að koma henni til viðskiptavina.

Athugið
GAM.is tekur ekki ábyrgð á rétt merktum póstkössum/lúgum eða röngum upplýsingum skráðum við kaup. Ef Íslandspóstur ákveður að merkinga er ábótavant munu þeir senda pöntunina til baka og lendir tilfallandi kostnaður þá á viðskiptavini.

Öryggisskilmálar

Seljandi heitir kaupanda fullum trúnaði um allar upplýsingar sem hann gefur upp í tengslum við viðskiptin. Upplýsingar verða ekki undir neinum kringumstæðum afhentar þriðja aðila.

Privacy policy All personal information will be strictly confidential and will not be given or sold to a third party.

 

Þessi ákvæði og skilmálar eru í samræmi við íslensk lög. Rísi mál vegna þessa skal það rekið fyrir íslenskum dómstólum.

Governing law / Jurisdiction These Terms and Conditions are in accordance with Icelandic law


Allur réttur áskilinn.

 

Hafi pöntun þín ekki borist innan viku frá greiðslu er bent á að hafa samband við okkur á netfangið gam@gam.is