Útsala
  • Jólaskeiðin 2017 - Vonin
  • Jólaskeiðin 2017 - Vonin
G.A.M.

Jólaskeiðin 2017 - Vonin

17.900 kr

Efnið í skeiðinni er 92,5% sterlingssilfur og 7,5% kopar. Koparinn er settur í til að herða skeiðina.

Skeiðin er númer 71 af skeiðum frá verslun Guðlaugs A. Magnússonar og fimmta skeiðin í þessari seríu af skeiðum.

Jólin nálgast óðfluga ❤️ og hér er ekki setið auðum höndum. Til viðbótar við jólaskeiðina sígildu hef ég fjölgað vörulínum og framleiði nú einnig hálsmen.
Vonin var viðfangsefni þessa árs og sá ég því fyrir mér ljúfsáru sögu okkar íslendinga við hafið. Hafið bæði tekur og gefur en við verðum að halda í vonina sem leiðarljósið okkar í ólgusjó.
Megum við öll eiga yndislega aðventu og munum að í myrkrinu sjáum við stjörnurnar skína skært ❤️

“Vonin vonin vonin blíð vertu mér hjá “ Bubbi

Í fyrra var trú, nú er skeið vonarinnar.

Aðeins fáanleg hér eða á Skólavörðustíg 10.